Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 100 . mál.


1103. Breytingartillögur


við frv. til l. um fjárreiður ríkisins.

Frá sérnefnd.


    Við 1. gr. Í stað orðanna „ríkisins, stofnana þess og fyrirtækja“ og „þess“ komi: ríkisaðila, og: þeirra.
    Við 3. gr. Í stað orðanna „ríkissjóður, æðsta stjórn ríkisins“ í 1. tölul. komi: æðsta stjórn ríkisins, þ.e. embætti forseta Íslands, Alþingi, ríkisstjórn og Hæstiréttur, sem og.
    Við 4. gr. Í stað orðanna „ríkisins, stofnana þess og fyrirtækja“ komi: ríkisaðila.
    Við 5. gr. Í stað orðanna „stofnana ríkisins“ komi: ríkisaðila.
    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Ríkisendurskoðandi er endurskoðandi ríkisreiknings og ársreikninga ríkisaðila, sbr. lög um Ríkisendurskoðun.
    Við 7. gr. Í stað orðanna „10 dögum“ komi: tveimur vikum.
    Við 8. gr. Við c-lið 2. tölul. b-liðar 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Greina skal á milli samningsbundinna og lögbundinna skuldbindinga.
    Við 14. gr. Greinin orðist svo:
                  Varanlega rekstrarfjármuni ríkisaðila í A-hluta skal færa til gjalda á því reikningsári þegar stofnað er til skuldbindandi samninga um kaup á þeim. Verksamninga skal gjaldfæra í samræmi við framvindu verksins ljúki því ekki á reikningsári.
    Við 18. gr.
         
    
    Í stað orðsins „stofnana“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: aðila.
         
    
    Orðið „stofnana“ í 2. mgr. falli brott.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Gerð ársreikninga.
    Við 19. gr.
         
    
    Í stað orðanna „stofnunar“ og „hennar“ komi: aðila, og: hans.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Undirritun ársreikninga aðila í A-hluta.
    Við 20. gr. Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Allir aðilar A-hluta skulu gera ársreikning og eignaskrá innan tveggja mánaða frá lokum reikningsárs og senda til ríkisbókhalds, viðkomandi ráðuneytis og Ríkisendurskoðunar.
    Við 21. gr. Við bætist þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Fjárlagatillögum aðila í A-, B- og C-hluta skal skilað til viðkomandi ráðuneytis. Hvert ráðuneyti skal skila fjárlagatillögum til fjármálaráðuneytisins eftir nánari reglum sem settar eru í reglugerð.
                  Forsætisnefnd Alþingis gerir ár hvert tillögu um fjárveitingar til Alþingis og stofnana þess, samkvæmt ákvæðum þingskapa, innan þess frests sem almennt gildir, sbr. 3. mgr., og í samræmi við 2. mgr., og sendir forsætisráðherra.
                  Sama gildir um frumvarp til fjáraukalaga, sbr. 44. gr.
    Við 23. gr. Í stað fyrri málsliðar komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sé í fjárlagafrumvarpi gert ráð fyrir breytingum á lögbundnum tekjustofnum eða lögbundnum framlögum úr ríkissjóði skulu breytingar á hlutaðeigandi sérlögum teknar upp í frumvarpið. Gildistími breytinga samkvæmt þessari grein skal vera hinn sami og fjárlaga.
    Við 26. gr. Við fyrri málslið bætist: á fjárlagaárinu.
    Við 29. gr. Í stað orðanna „ráðuneytis og fjármálaráðuneytis“ í lok 2. mgr. komi: ráðherra og fjármálaráðherra.
    Við 30. gr. Greinin orðist svo:
                  Einstökum ráðherrum er heimilt, með samþykki fjármálaráðherra, að gera verksamninga og samninga um rekstrarverkefni, sem undir ráðuneytið heyra, til lengri tíma en eins árs við þá ríkisstofnun sem sinnt hefur verkefninu, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög eða einkaaðila, enda sé áætlað fyrir verkefninu í fjárlögum. Með rekstrarverkefni er átt við afmarkaða rekstrarþætti eða rekstur ríkisstofnunar í heild sinni vegna viðfangsefna eða þjónustu sem ýmist er kveðið á um í lögum að ríkið skuli veita og standa undir kostnaði af eða eru liðir í því að ríkisaðili geti rækt hlutverk sitt.
                  Einkaaðila verður þó ekki með samningi skv. 1. mgr. falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna nema sérstök heimild sé til þess í lögum. Séu slíkir samningar gerðir skulu ákvæði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga, sem og almennar meginreglur stjórnsýsluréttar, gilda um þá stjórnsýslu sem verktaki tekur að sér að annast. Með sama hætti skulu ákvæði laga um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál gilda um verktaka og upplýsingaskyldu hans.
                  Ríkisstofnunum í A-hluta skal heimilt án atbeina ráðherra að gera samninga um afmörkuð rekstrarverkefni, enda sé ekki um að ræða starfsemi sem felur í sér vald til að taka ákvarðanir er lúta að réttindum og skyldum manna og kostnaður við verkefnið sé ekki umtalsverður hluti heildarútgjalda stofnunar.
                  Verktaki og starfsmenn hans skulu bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd rekstrarverkefnisins og leynt á að fara. Um þagnarskylduna gilda ákvæði 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og skal brot á henni varða refsingu skv. 136. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
                  Í samningi um rekstrarverkefni samkvæmt þessari grein skal m.a. skilgreina umfang og gæði þeirrar þjónustu sem ríkissjóður kaupir, samningstíma, greiðslur úr ríkissjóði, eftirlit með þjónustu og meðferð ágreiningsmála. Lög um opinber innkaup gilda um útboð rekstrarverkefna. Samningstími skal lengstur vera sex ár í senn, en þó er heimilt að semja til lengri tíma ef verkkaupi gerir kröfu um að verksali byggi upp kostnaðarsama aðstöðu eða búnað vegna verkefnisins. Uppsagnarfrestur samnings skal stystur vera þrír mánuðir. Fjármálaráðherra skal setja nánari reglur um undirbúning, gerð og eftirlit með samningum samkvæmt þessari grein og um þær almennu kröfur sem gera skal til samningsaðila, svo sem um fjárhagslegt bolmagn, faglega þekkingu og aðstöðu.
                  Ákvæði þessarar greinar og reglna settra samkvæmt henni skulu gilda með sama hætti um samninga um rekstrarverkefni sem gerðir eru samkvæmt heimild í öðrum lögum, sbr. 2. mgr., nema ríkari kröfur séu gerðar til samninganna í sérlögum.
                  Í athugasemdum með fjárlagafrumvarpi skal gera grein fyrir áformuðum samningum á fjárlagaárinu og áætlun um kostnað sem af þeim hlýst næstu þrjú fjárlagaár. Jafnframt skal gera grein fyrir markmiðum og ávinningi ríkisins af áformuðum samningum.
    Við 33. gr. Síðari málsliður orðist svo: Fjármálaráðherra er skylt að gera fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir slíkum ófyrirséðum greiðslum strax og ákvörðun hefur verið tekin um þær og leita heimilda til þeirra með frumvarpi til fjáraukalaga.
    Við 35. gr. Í stað orðsins „þær“ í fyrri málslið komi: þeir.
    Við 36. gr. Í stað orðanna „ríkisstjórn eða ríkisstofnun“ í fyrri og síðari málslið komi (í viðeigandi beygingarmyndum): ríkisaðili í A-hluta.
    Við 37. gr. Í stað orðanna „innan stofnunar“ í 1. mgr. komi: hvers ríkisaðila í A-hluta.
    Við 39. gr. Í stað orðsins „Ríkisstofnunum“ komi: Ríkisaðilum í A-hluta.
    Við 40. gr. Í stað orðsins „stofnana“ í niðurlagi greinarinnar komi: aðila í A-hluta.
    Við 41. gr.
         
    
    Í stað orðanna „samþykki fjármálaráðuneytis ásamt samþykki viðkomandi ráðuneytis“ komi: samþykki fjármálaráðherra ásamt samþykki hlutaðeigandi ráðherra.
         
    
    Í stað orðanna „enda sé það gert í þeim tilgangi einum að tryggja rekstrarhagsmuni fyrirtækisins“ komi: enda sé það nauðsynlegt til að tryggja eðlilegan rekstur fyrirtækisins.
    Við 45. gr. Í stað orðanna „óhöfnum fjárveitingum“ í 2. málsl. komi: ónotuðum fjárveitingum.
    Við 46. gr. Í stað orðsins „óskað“ í 2. mgr. komi: leitað.
    Við 49. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Forstöðumenn og stjórnir ríkisaðila bera ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir þeirra séu í samræmi við heimildir. Þessir aðilar bera jafnframt ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skilaskyldu á þeim til ríkisbókhalds.
    Á eftir 49. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Að öðru leyti en mælt er fyrir um í lögum þessum gilda þau um fjárreiður Alþingis eftir því sem við á. Forsætisnefnd skal, að höfðu samráði við fjármálaráðherra, taka ákvarðanir skv. 2. mgr. 29. gr., 32. gr., 2. mgr. 37. gr. og 39. gr.
    Við 51. gr. (er verður 52. gr.).
         
    
    Fyrri málsliður orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við gerð frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1998 og uppgjör ríkisreiknings fyrir það ár.
         
    
    Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 1997 skal þó fara eftir lögum nr. 52/1966.
    Ákvæði til bráðabirgða I falli brott.