Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 442 . mál.


1242. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um nauðasamninga samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt.

    Fyrirspurning hljóðar svo:
    Hvað hafa margir einstaklingar leitað heimildar til samninga um greiðslu eignarskatts og/eða tekjuskatts skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 64/1996, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og hversu margir hafa leitað nauðasamnings við skuldheimtumenn skv. 4. mgr. sömu greinar frá því að lögin tóku gildi?
    Hversu margir samningar hafa verið gerðir samkvæmt lögum nr. 64/1996 síðan þau tóku gildi, sundurliðað skv. 3. mgr. og 4. mgr. 1. gr. laganna?
    Hverjar eru fjárhæðir sem samið hefur verið um? Svar óskast sundurliðað eftir umsóknum.


    Í 1. gr. laga nr. 64/1996, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, segir í 3. mgr. að telji innheimtumaður tök á að tryggja greiðslu sem ellegar muni tapast með samningi um greiðslu skuli hann gefa fjármálaráðherra skýrslu um málavöxtu. Fjármálaráðherra er síðan heimilt að samþykkja slíkan samning að fenginni umsögn Ríkisendurskoðunar. Í 4. mgr. segir að telji innheimtumaður að hagsmunum ríkissjóðs verði betur borgið með nauðasamningi gjaldanda við skuldheimtumenn skuli hann gefa fjármálaráðherra skýrslu um málavöxtu. Fjármálaráðherra er síðan heimilt að samþykkja nauðasamning að fenginni umsögn Ríkisendurskoðunar og að uppfylltum skilyrðum sem nánar eru tilgreind í lögunum.
    Erindi sem send voru Ríkisendurskoðun til umsagnar á umræddu tímabili eru:

Tímabil

Skv. 3. mgr. 1. gr.

Skv. 4. mgr. 1. gr.



1.6.–31.12. 1996     
5
0
1.1–30.4. 1997     
2
2

    Erindi samþykkt á grundvelli ákvæða 1. gr. laga nr. 64/1996, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, voru á umræddu tímabili:

Tímabil

Skv. 3. mgr. 1. gr.

Skv. 4. mgr. 1. gr.



1.6.–31.12. 1996     
2
0
1.1–30.4. 1997     
1
0

    Upphæðir sem fallist er á á grundvelli ákvæða 1. gr. laga nr. 64/1996, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, voru á umræddu tímabili (upphæðir í kr.):

Tímabil

Skv. 3. mgr. 1. gr.

Skv. 4. mgr. 1. gr.



1.6.–31.12. 1996     
3.182.167
0
1.1–30.4. 1997     
339.573
0

    Frá því að lög nr. 64/1996 tóku gildi hefur ekkert erindi uppfyllt 4. mgr. 1. gr. Í flestum tilfellum hafa aðilar ekki uppfyllt ákvæði 1. og 2. tölul. 4. mgr. en þar er kveðið á um að gjaldendur skuli vera skuldlausir í virðisaukaskatti, staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjaldi eða vörugjaldi. Loks skal bent á 5. mgr. 1. gr. nefndra laga en samkvæmt henni skal Ríkisendurskoðun að loknu hverju innheimtuári gefa Alþingi skýrslu um alla samninga á grundvelli 3. og 4. mgr.