Samstarf útvarpsstöðva á landsbyggðinni við Ríkisútvarpið

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 14:03:36 (3031)

1998-01-27 14:03:36# 122. lþ. 52.1 fundur 167#B samstarf útvarpsstöðva á landsbyggðinni við Ríkisútvarpið# (óundirbúin fsp.), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[14:03]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Ég vildi þó fá það skýrar fram hvort á þessu sé möguleiki, meðan við höfum ekki svæðisútvarp og höfum ekki fréttamenn á þessum slóðum. Nú er á Suðurlandi rekið myndarlegt útvarp sem næst um nær allt Suðurland. Er möguleiki, á meðan Ríkisútvarpið gerir ekkert í sínum málum á þessu svæði, að kaupa efni af stöð sem þessari?