Þjónustugjöld í heilsugæslu

Þriðjudaginn 27. janúar 1998, kl. 19:21:12 (3108)

1998-01-27 19:21:12# 122. lþ. 52.9 fundur 41. mál: #A þjónustugjöld í heilsugæslu# (breyting ýmissa laga) frv., Flm. ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[19:21]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Borga eina litla upphæð. Hverjir skyldu það vera sem koma til með að borga þessa einu litlu upphæð? Og hverjir skyldu það verða sem munu ekki borga þessa einu litlu upphæð? Skyldu það ekki vera þeir sem samkvæmt könnun landlæknisembættisins nýta sér ekki heilbrigðisþjónustuna vegna þess að þeir hafa ekki fjárráð til þess? Það hefur komið í ljós að tekjulægsta fólkið nýtir sér ekki heilbrigðisþjónustuna vegna þess að það hefur ekki fjárráð til þess. Þetta er fólkið sem mun ekki greiða þessa einu litlu upphæð. Þegar það verður orðið sjúkt verður það hins vegar látið borga meira en hinir. Hvaða réttlæti felst í þessu? Þetta er kaskó-kerfið í heilbrigðisþjónustunni sem þjóðin hefur hafnað og ég vara mjög eindregið við því að reynt verði að fara að innleiða mismununarkerfi af þessu tagi í heilbrigðisþjónustunni. Nóg er þegar komið.