Vasapeningagreiðslur til lífeyrisþega

Miðvikudaginn 28. janúar 1998, kl. 13:45:44 (3120)

1998-01-28 13:45:44# 122. lþ. 53.2 fundur 374. mál: #A vasapeningagreiðslur til lífeyrisþega# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[13:45]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hér hefur þingmaðurinn fengið mjög nákvæmar upplýsingar og segir réttilega að það þurfi að vera stöðug kynning til að fólk viti hver réttur þess er. Undir það tek ég heils hugar. Það vill svo til að hv. þm. hefur verið upplýsingafulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins og er það raunverulega enn því að hún er í fríi frá störfum. Og meðan hv. þm. kynnti þetta frá 1993--1995 þá nutu miklu færri þessa réttar en í dag þannig að upplýsingastreymi hlýtur að hafa aukist til þeirra sem þennan rétt eiga. Mér finnst mjög mikilvægt að hv. þm. hefur fengið þessar upplýsingar í smáatriðum og gerðar hafa verið þær ráðstafanir sem til þurfti til þess að hv. þm. fengi þær. Ég segi enn og aftur að ég vona að þessar upplýsingar komi að góðu gagni og full ástæða er til þess að þær geri það því að þarna er um tiltölulega fáa að ræða en mjög mikilvægan rétt.