Vegáætlun 1998-2002

Fimmtudaginn 29. janúar 1998, kl. 12:10:14 (3177)

1998-01-29 12:10:14# 122. lþ. 55.1 fundur 378. mál: #A vegáætlun 1998-2002# þál., 379. mál: #A langtímaáætlun í vegagerð# þál., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[12:10]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir gögnin. En ég á þetta til þannig að ég þarf ekki á því að halda. Ég hef í sjálfu sér ekki neinu að bæta við það sem ég hef áður sagt. Hins vegar er spurningin hvað muni gerast á næsta kjörtímabili ef núv. stjórnarflokkar, a.m.k. framsóknarmenn, verða ekki við völd. Við munum að sjálfsögðu vinna markvisst að því að þau markmið haldi sem koma fram í þeim áætlunum sem verða afgreiddar. En við höfum rætt það af hverju hlutir þróuðust eins og gerðist á síðustu tveimur árum. Það voru markmiðin um ríkisbúskapinn í heild sinni og þar þurfti víða að taka á og leggja til í því efni. Þau markmið eru að nást. Ég ætla í sjálfu sér ekki að fara að ræða neitt um efnahagsmálin í víðum skilningi, en þau markmið eru að nást fram og staða okkar hefur styrkst verulega efnahagslega m.a. með því að þurfa að fórna því að leggja fjármagn frá vegáætlun til ríkissjóðs og það er auðvitað mjög mikilvægt og mergurinn málsins í þessari umræðu.