Afbrigði um dagskrármál

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:18:32 (3546)

1998-02-09 18:18:32# 122. lþ. 62.92 fundur 208#B of skammt liðið frá útbýtingu# (afbrigði við dagskrá), GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:18]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að óska eftir afbrigðum eða flýtimeðferð um frv. um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum. Hæstv. ríkisstjórn setur í búning, orð og lagaumgjörð hugsanir og vilja Kristjáns Ragnarssonar og hans félaga í fimm lagagreinum. Þó að brýna nauðsyn beri til að leysa þessa deilu er ekki hægt að samþykkja slík vinnubrögð. Sjómannafélögin fengu tilkynningu í dag kl. 16.45 um þessa aðgerð á faxi. Ég hafna slíkum vinnubrögðum og met þau sem aðför. Ég segi nei.