Afbrigði um dagskrármál

Mánudaginn 09. febrúar 1998, kl. 18:20:11 (3549)

1998-02-09 18:20:11# 122. lþ. 62.92 fundur 208#B of skammt liðið frá útbýtingu# (afbrigði við dagskrá), GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur

[18:20]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að sett verði lög á verkfall sjómanna með flýtiaðferð eins og um bráðabirgðalög væri að ræða og verkfallinu aflýst. Það á sem sagt enn einu sinni að taka samningsrétt af sjómönnum og það fram í júlí, eina ferðina enn. Þetta frv. er lagt fram án samráðs og gegn vilja bæði sjómanna og stjórnarandstöðu. Aðilar þurfa því tíma til að átta sig á þessari nýju stöðu og því tel ég rétt að málið fái eðlilega þinglega meðferð en ekki flýtimeðferð. Ég segi því nei við að veita afbrigði.