Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Þriðjudaginn 10. febrúar 1998, kl. 16:23:41 (3605)

1998-02-10 16:23:41# 122. lþ. 63.1 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[16:23]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kom inn á þessi mál í fyrri ræðu minni en þá var hv. þm. ekki í salnum. Ég nefndi þessa grein sérstaklega. Ég nefndi jafnframt að ég hefði þegar beðið um upplýsingar af þessum toga í nefndinni en ég fagna auðvitað að þetta skuli vera inni í jafnréttisáætlun á þessu stigi málsins. Greinin er ekki þar á mína ábyrgð en ég mun svo sannarlega fylgja því eftir að þessar upplýsingar komi fram í nefndinni.

Ég vil að lokum taka undir orð hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar um kvennabanka. Ég skora á íslenskar konur að stofna sérstakan sparisjóð. Það yrði kannski til þess að bankarnir ráði kvenbankastjóra og geri betur við kvenfólk í launa- og risnumálum þeirra, eins og hér hefur verið rætt á Alþingi. Þannig mundu þeir jafnvel taka við sér eins og Ingvar Carlsson gerði þegar hótun um sérframboð kom fram í Svíþjóð.