Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Þriðjudaginn 10. febrúar 1998, kl. 16:58:35 (3615)

1998-02-10 16:58:35# 122. lþ. 63.1 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur

[16:58]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Því miður ræð ég ekki skipan ríkisstjórnarinnar. Ég er að vísu mjög ánægður með hvernig hún er skipuð og geri en gar athugasemdir við það. Það eina sem ég gæti gert persónulega til þess að hafa áhrif á þetta mál væri að segja af mér í þeirri von að kona yrði valin í minn stað sem liggur alls ekki ljóst fyrir að verði gert. (Gripið fram í: Þá tæki Stefán við.) Ég hef ekki nein áform uppi um það. Ég mun sitja í ráðuneytinu út kjörtímabilið hvað sem síðar verður.

Varðandi fyrirskipanir til annarra ráðherra eða annarra ráðuneyta, þá er ég andvígur fyrirskipunum og ég tel að við séum búin að horfa nóg upp á það að fyrirskipanir beri ekki árangur. Það þarf að laða menn til að gera hlutina, ekki endalaust að skipa þeim.