Afturköllun stjórnarfrumvarps um bann við verkföllum sjómanna

Miðvikudaginn 11. febrúar 1998, kl. 13:52:09 (3645)

1998-02-11 13:52:09# 122. lþ. 64.91 fundur 210#B afturköllun stjórnarfrumvarps um bann við verkföllum sjómanna# (aths. um störf þingsins), GHH
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur

[13:52]

Geir H. Haarde:

Herra forseti. Tilgangurinn með frv. ríkisstjórnarinnar sl. mánudag var að sjálfsögðu sá að koma í veg fyrir að yfirstandandi verkfall yfir hábjargræðistímann á loðnuvertíðinni héldi áfram. Síðan hafa mál skipast þannig að nú bendir allt til þess að verkfallinu verði frestað, sem var markmið frv. Það er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni að frv. skuli hafa orðið til þess að sjómenn bjóðist til að fresta verkfallinu og ef það verður niðurstaðan í dag, að svo fari sem við öll hljótum að vona, þá er fullkomlega ljóst að frv. hefur náð tilgangi sínum. Þetta er kjarni málsins. Frumvarpið varð til þess að atburðarásin tók þessa stefnu ella er mjög hætt við því að þetta hefði ekki gerst með þessum hætti og við sætum hér enn þá uppi með óleysanlega deilu. Þetta er að sjálfsögðu kjarni málsins hvað sem líður misbeitingu stjórnarandstöðunnar á þingskapaákvæðunum sl. mánudag.