Réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu

Fimmtudaginn 12. febrúar 1998, kl. 11:51:03 (3727)

1998-02-12 11:51:03# 122. lþ. 66.1 fundur 71. mál: #A réttur þeirra sem ekki hafa atvinnu# þál., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur

[11:51]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er í sjálfu sér að taka undir þetta. Það á að skoða hvort að einhverjir geti ekki unnið. Það á skoða hvernig hægt sé að gera ungum og eldri kleift að vinna. Við tökum undir það. Ég bendi á að þegar árið 1994 lá það fyrir í skýrslu í félmrn. að vinna þyrfti að þessum málum. Áður hefur komið fram af hverju sú vinna var ekki farin í gang. Það að þingmaðurinn er stjórnarliði er að sjálfsögðu dregið inn í umræðuna vegna þess að ríkisstjórnin getur skapað úrræðin. Hún setur skoðunina í gang. Ríkisstjórnin skapar fjármálaleg úrræði, eykur framlög í starfsmenntasjóð og setur hin ýmsu verkefni af stað. Það er hún sem mundi setja peninga í að menn fái leyfi frá störfum til að endurmennta sig og fara í starfsþjálfun. Aðrir gætu farið í þessi störf á meðan til þess að kynnast vinnumarkaðnum. Það er ríkisstjórnin sem er lykilatriði í því að eitthvað gerist. Stjórnarandstaðan ýtir við.