Könnun á hagkvæmni kalkþörungavinnslu

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 15:49:18 (4046)

1998-02-18 15:49:18# 122. lþ. 70.10 fundur 409. mál: #A könnun á hagkvæmni kalkþörungavinnslu# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[15:49]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég minni aðeins á í þessu sambandi að það er ekki svo að sjútvrh. flytji tillögur á Alþingi um fjármögnun einstakra rannsóknarverkefna á vegum Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun fær á fjárlögum heildarfjárveitingu og þarf síðan að skipta henni niður á fjölmörg verkefni. Auðvitað þarf oft að hagræða verkefnum, koma inn nýjum verkefnum með því að láta önnur sitja á hakanum eða víkja. Allt fer það eftir því hvernig á stendur í verkefnaáætlunum og vinnu. Í ályktun Alþingis fólst ekki nein krafa um að öðrum verkefnum yrði vikið til hliðar fyrir þetta.

Ég minni svo á að flutningsmenn málsins hafa heldur ekki flutt tillögur um það við afgreiðslu fjárlaga að fjármunir yrðu sérstaklega veittir til þessa verkefnis.