BS fyrir KH

Þriðjudaginn 03. mars 1998, kl. 13:31:31 (4245)

1998-03-03 13:31:31# 122. lþ. 76.93 fundur 239#B BS fyrir KH#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 122. lþ.

[13:31]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég af persónulegum ástæðum get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 3. varaþm. Samtaka um kvennalista í Reykn., Birna Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum og forföllum 1. og 2. varaþm. listans í Reykn.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn.``

Þá er hér svohljóðandi bréf:

,,Það tilkynnist hér með að vegna anna sér undirrituð sér ekki fært að taka sæti á Alþingi í fjarveru Kristínar Halldórsdóttur í mars 1998.

Virðingarfyllst,

Kristín Sigurðardóttir.``

Einnig er hér svohljóðandi bréf:

,,Það tilkynnist hér með að vegna anna sér undirrituð sér ekki fært að taka sæti á Alþingi í fjarveru Kristínar Halldórsdóttur í mars 1998.

Virðingarfyllst,

Bryndís Guðmundsdóttir.``

Birna Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.