Afbrigði

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:09:55 (5142)

1998-03-25 14:09:55# 122. lþ. 94.93 fundur 282#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:09]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Áður en atkvæðagreiðslan hefst er rétt að taka það fram varðandi fyrri mgr. 2. gr. frv. til laga um kjaramál fiskimanna á þskj. 1023 að við nánari athugun hefur komið í ljós að kjaraáhrif þess ákvæðis eru nokkuð víðtækari en að hafði verið stefnt. Því hefur verið tekin ákvörðun um það að því verði beint til hv. sjútvn. sem væntanlega fær þetta frv. til meðferðar að lokinni 1. umr., að efnisákvæði fyrri mgr. 2. gr. verði breytt þannig að það taki einungis til rækjuveiða.