Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 14:58:16 (5161)

1998-03-25 14:58:16# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[14:58]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur misskilið umræðuna í meira lagi. Þau frv. sem um ræðir eru lykilatriði í þessu dæmi öllu saman. Uppistaðan í því er að unnt er að finna lausn sem getur verið viðunandi í þessum efnum, og ekkert hefur breyst þar að lútandi. Það er alrangt að einhverjar hótanir hafi verið hafðar í frammi gagnvart samningsaðilum. Ekki á nokkurn hátt. Ég lít ekki svo á og sé ekki að hv. þm. geti fært því nokkurs staðar stað að hafðar hafi verið í frammi hótanir af hálfu ríkisstjórnarinnar til samningsaðila. Við sögðum að vísu við útvegsmenn að við værum tilbúnir að lögfesta frv. burt séð frá því hvaða afstöðu þeir tækju til þeirra mála og ég lít ekki á það sem neinar hótanir. Það var einfaldlega aðstaða sem menn stóðu frammi fyrir og þurftu að taka ákvarðanir um.