Kjaramál fiskimanna

Miðvikudaginn 25. mars 1998, kl. 22:39:54 (5198)

1998-03-25 22:39:54# 122. lþ. 94.7 fundur 603. mál: #A kjaramál fiskimanna# frv. 10/1998, 604. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 12/1998, 605. mál: #A Verðlagsstofa skiptaverðs# frv. 13/1998, 606. mál: #A Kvótaþing# frv. 11/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 122. lþ.

[22:39]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er hræddur um að kvöldið fari verr í hv. 8. þm. Reykv. en mig. Ég gat auðvitað aldrei vonast eftir því og dettur ekki í hug að fara fram á það, að hv. stjórnarandstæðingar sem töluðu mest og lengst gegn vinnulöggjöfinni vorið 1996 fari um hana einhverjum viðurkenningarorðum. Ég ætlast ekki til þess að þeir leysi þannig niður um sig. En fólkið í landinu lifir við þessa vinnulöggjöf. Það er ekki svo mjög óánægt og það er það sem skiptir mig máli. (SvG: En sjómenn?) Sjómenn una þessari lagasetningu og lögfestingu miðlunartillögunnar. (SvG: Eiga þeir annan kost?) Það eru útvegsmenn sem ekki una þessari lagasetningu og kvarta sárlega, það eru útvegsmenn, og nú eru allt í einu hv. stjórnarandstæðingar orðnir talsmenn útvegsmanna gegn sjómönnum.