Frétt DV um umræður á Alþingi um vistun ungra afbrotamanna

Þriðjudaginn 31. mars 1998, kl. 13:37:01 (5295)

1998-03-31 13:37:01# 122. lþ. 99.92 fundur 288#B frétt DV um umræður á Alþingi um vistun ungra afbrotamanna# (aths. um störf þingsins), Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 122. lþ.

[13:37]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna ræðu hv. 2. þm. Austurl. vill forseti taka fram að hæstv. heilbr.- og trmrh. var ekki boðaður til þessarar umræðu heldur hafði orðið samkomulag um að hæstv. dóms- og kirkjumrh. og hæstv. félmrh. yrðu hér til andsvara og gert var ráð fyrir því að tíminn sem í umræðuna færi yrði ein klukkustund. Niðurstaðan varð sú að gefa sér þann tíma sem þar var ákveðinn í umræðuna og að einungis yrðu þessir tveir hæstv. ráðherrar til svara.

Þetta vill forseti taka fram vegna ræðu hv. 2. þm. Austurl.