1998-03-31 20:01:12# 122. lþ. 100.8 fundur 616. mál: #A samningar um lögsögumál við Danmörku og Grænland annars vegar og við Noreg hins vegar# þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur, 122. lþ.

[20:01]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. um staðfestingu samninga um lögsögumál við Danmörku og Grænland annars vegar og við Noreg hins vegar.

Hér er um að ræða gamalt deilumál sem gekk fyrst og fremst út á Kolbeinsey og svæðið þar. Þetta mál er öllum hv. þm. kunnugt. Ég vísa til athugasemda við þáltill. þessa málinu til skýringar og legg til að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til hv. utanrmn.