Veiting ríkisborgararéttar

Mánudaginn 06. apríl 1998, kl. 15:18:00 (5391)

1998-04-06 15:18:00# 122. lþ. 101.11 fundur 582. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (síðara stjfrv.) frv., SP
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 122. lþ.

[15:18]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti og brtt. allshn. á þskj. 1106 og 1107 um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar.

Vinna nefndarinnar við frv. var með hefðbundnu sniði. Formaður, varaformaður og einn nefndarmanna fóru yfir allar umsóknir sem bárust, alls 128, til að kanna hvort þær uppfylltu þau skilyrði sem allshn. hefur sett fyrir veitingu ríkisborgararéttar, samanber þskj. 723 frá 118. löggjafarþingi. Nefndin tók málið síðan fyrir á fundi sínum og mælir hún með samþykkt frv. með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á þskj. 1107 en þar er lagt til að 71 aðila verði veittur ríkisborgararéttur.