Gagnagrunnar á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 16. apríl 1998, kl. 17:43:45 (5587)

1998-04-16 17:43:45# 122. lþ. 106.12 fundur 661. mál: #A gagnagrunnar á heilbrigðissviði# frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 122. lþ.

[17:43]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Það er ástæðulaust fyrir hv. síðasta ræðumann að vera með önuglyndi við mig. Ég tók bara orð hennar eins og þau voru sögð. Hv. þm. sagði að grunnurinn væri auðlind sem ætti að mynda tekjur fyrir ríkissjóð. Ég benti réttilega á að sá grunnur er ekki til. Ef menn líta svo á að einkafyrirtæki geti tekið þátt í því að búa til þennan grunn þá verður að tryggja að greiðsla fáist fyrir þá þróunarvinnu sem í það fer.

Í máli hv. þm. kom fram að hún hefði sérstakan áhuga á því að ríkið kæmi nálægt þessu. Ég verð að viðurkenna að ég túlkaði það þannig, hv. þm., hvort sem menn vilja þá kalla það að svo hafi verið komist að orði með beinum hætti eða þá að þetta hafi verið það sem Bretar kalla ,,Freudian slip``.