Lyfjalög

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 19:27:39 (5664)

1998-04-21 19:27:39# 122. lþ. 108.16 fundur 652. mál: #A lyfjalög# (Lyfjamálastofnun o.fl.) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[19:27]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að fá aðeins nánari skýringu frá hæstv. ráðherra á því sem snýr að auglýsingunum. Er heimilt núna að láta koma fram í auglýsingu við hverju þessi lyf eru gefin? Má auglýsa t.d. þetta og þetta verkjalyf, svefnlyf eða hvað það er? Má það koma fram? Hér stendur að heimilað sé að í auglýsingu á lyfjum komi aðeins fram nafn lyfs. Þess vegna þyrfti að koma fram kannski aðeins skýrar hvort þetta þýði að ekki megi tilgreina við hvaða kvillum lyfið er.