Stofnsamningur Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar

Þriðjudaginn 21. apríl 1998, kl. 20:29:30 (5685)

1998-04-21 20:29:30# 122. lþ. 108.15 fundur 622. mál: #A stofnsamningur Fjölþjóðlegu fjárfestingarábyrgðastofnunarinnar# þál. 10/122, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 122. lþ.

[20:29]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Mér fannst þetta fullsnubbótt framsöguræða fyrir jafnmiklu máli og hér er á dagskrá. Ég hafði vænst þess að hv. starfandi formaður utanrmn. gerði betur grein fyrir því og rökstyddi betur þá ákvörðun að leggja til að við fullgiltum þennan samning.

Það vakti athygli mína að hv. þm. tók þannig til orða að hugsast gæti að menn hefðu hag af því að þetta yrði gert og því lagði nefndin til að samþykkja tillöguna.

Auk þess vil ég spyrja hv. þm. hvort algerlega óhjákvæmilegt sé að burðast með ákveðinn greini aftan við þetta langa nafn sem stofnunin ber, þ.e. Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðastofnunin, hvort ekki mætti sleppa honum og þá væri þetta örlítið þjálla þó ekki munaði miklu.