Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 22:32:23 (5866)

1998-04-28 22:32:23# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[22:32]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Herra forseti. Í þessari umræðu hefur áður komið fram að ég tel að frv. til laga sem hér er lagt fram, um breytingu á skipulags- og byggingarlögum, gangi ekki nógu langt til móts við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.

Mig langar til þess að spyrja hv. þm. Siv Friðleifsdóttur um eitt atriði. Hér segir: ,,Sveitarfélög, sem liggja að miðhálendinu, tilnefna samtals tólf fulltrúa, ...`` Hér er ekkert minnst á héraðsnefndirnar eins og verið hefur varðandi yfirstandandi svæðisskipulagsnefnd. Hvernig skilur þingmaðurinn þetta? Styður hann þessa útfærslu? Hvernig eiga þessi 42 sveitarfélög að koma sér saman um tólf fulltrúa? Hvað um sveitarfélög sem eiga ekki aðild að miðhálendinu, eins og Villingaholtshreppur og hreppur þess sem nú situr í forsetastóli? Hans sveitarfélag á ekki lengur aðild að skipulagi hálendisins en á þar þó afréttarréttindi.