Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 29. apríl 1998, kl. 16:15:57 (5930)

1998-04-29 16:15:57# 122. lþ. 114.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., Frsm. meiri hluta MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 122. lþ.

[16:15]

Frsm. meiri hluta félmn. (Magnús Stefánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Gísli Einarsson vék að nokkrum greinum þess frv. sem er til umræðu, nefnilega sveitarstjórnarlagafrv. og fjallaði um hugleiðingar sínar um nokkrar greinar þess sem ég ætla í sjálfu sér ekki að fjalla um og sé kannski ekki beint ástæðu til. En það var ein spurning sem hv. þm. bar upp sem ég ætla að svara.

Það varðar fundargerðir sveitarstjórna og nefnda og ráða og hann velti því upp hvort nefndin hafi fjallað um það að þarna ætti að kveða á um hljóðritanir ef ég hef tekið rétt eftir máli hv. þm. Þá er því til að svara að félmn. fjallaði að sjálfsögðu um allar greinar þessa frv. og fékk fjölmargar athugasemdir og umsagnir. En þetta sérstaka atriði var ekki tillaga um að setja inn í frumvarpstexta með brtt. þannig að þess vegna er frv. óbreytt.

Svo ég lýsi persónulegri skoðun minni tel ég að þetta ætti ekki að vera lögbundið heldur að sjálfsögðu hafi hver sveitarstjórn vald til þess að ákveða að hljóðrita fundi. En félmn. fjallaði um þetta að sjálfsögðu eins og annað en gerir ekki tillögu um að lögbinda hljóðritanir funda.