Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 30. apríl 1998, kl. 11:46:02 (6041)

1998-04-30 11:46:02# 122. lþ. 115.1 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 122. lþ.

[11:46]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. spyr um hvernig þéttbýlísbúar geti komið að skipulagi hálendisins. Ég tel að þéttbýlisbúar eigi ekki á nokkurn hátt meiri kröfur til þess að koma að því verki en aðrir íbúar þessa lands. Það eru ekki öll sveitarfélög sem eiga land að hálendi. Hvernig ætlar hv. þm. t.d. að koma Snæfellingum að þessu verki? Eiga þeir minni kröfu til þess að hafa áhrif á skipulag hálendisins en íbúar á Seltjarnarnesi þó báðir sjái jökulinn? Það er holur hljómur fyrst og fremst í þessari gagnrýni hjá þeim þingmönnum sem eru að reyna að reka fleyg milli landsbyggðarfólksins og höfuðborgarbúa. Þessi málflutningur hefur snúist allt of mikið um það. Ég tel að það sé fullkomlega eðlilega að skipulagsmálum staðið eins og frv. gerir ráð fyrir og eins og þær hugmyndir sem hafa komið fram um breytingar á skipulags- og byggingarlögum.