Svör ráðherra við fyrirspurn

Mánudaginn 04. maí 1998, kl. 12:06:50 (6134)

1998-05-04 12:06:50# 122. lþ. 116.93 fundur 341#B svör ráðherra við fyrirspurn# (um fundarstjórn), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 122. lþ.

[12:06]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég ætla að ítreka það sem forseti sagði áðan. Fyrirspurninni var svarað og það er óeðlilegt að það sé hægt að koma upp aftur og halda umræðunni áfram vegna þess að það kom skýrt fram í svari mínu að þau grundvallaratriði sem unnið hefur verið eftir í áratugi í heilbrigðisþjónustunni eru um það að allir fái þjónustu, óháð efnahag. (KHG: Það er ekki rétt.) Það er þannig í lögum (Gripið fram í.) um heilbrigðisþjónustu og ég ætla að endurtaka það. Hér hefur verið skotið hátt yfir markið og það sem hv. síðasti ræðumaður sagði áðan er skotið tvisvar yfir markstöng.