Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 05. maí 1998, kl. 16:23:58 (6219)

1998-05-05 16:23:58# 122. lþ. 118.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 122. lþ.

[16:23]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. er í hópi 23 þingmanna sem mynda stjórnarandstöðu á Alþingi. Hann er sem sagt í hópi minni hluta þingmanna. Hv. þm. segir að það eigi að reyna að ná sáttum í málinu, þ.e. sáttum við 40 þingmenn sem vilja fá málið afgreitt. Hvernig ætlar hann að ná fram þessum sáttum? Með því að teygja lopann endalaust. Hann býðst til þess að semja um að málinu verði lokið fyrir 1. des. Við hvern er hv. þm. að semja, herra forseti? Hann er að semja við kjósendur landsins. Hann er að semja við vilja meiri hluta kjósenda sem kusu 40 hv. þingmenn til að fara með mál sín, til að styðja núverandi ríkisstjórn.

Herra forseti. Það er verið að sýna Alþingi, löggjafarsamkundunni, lítilsvirðingu með svona tilboði og ég harma það að hv. þm. skuli leyfa sér að koma með svona tilboð.