Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu

Miðvikudaginn 13. maí 1998, kl. 11:10:16 (6545)

1998-05-13 11:10:16# 122. lþ. 126.1 fundur 359. mál: #A rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu# frv. 57/1998, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur, 122. lþ.

[11:10]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Þetta mál er mjög vanbúið til afgreiðslu hv. Alþingis. Við stjórnarandstæðingra höfum útskýrt í gagnmerkum ræðum í hverju sá vanbúnaður er fólginn. Meginatriðið er það að frv. kveður á um mestu eignatilfærslu frá almenningi til einkaaðila í Íslandssögunni. Ég fylgi því að sjálfsögðu þessari tillögu og segi já. Ég segi, herra forseti: Slæm var gjörðin þegar lög nr. 38/1990, um kvóta voru samþykkt. Þetta er miklu verri gjörð. Ég styð þessa tillögu og segi já.