Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:31:08 (6605)

1998-05-15 12:31:08# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:31]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Á hverjum miðvikudegi eða hér um bil alla miðvikudaga hef ég viðtalstíma frá kl. níu til tólf. Þá kemur fólk, eitthvað á annan tug á hverjum morgni til að eiga orðastað við mig og bera upp erindi sín. Afar margir af þeim sem hafa komið þessi þrjú ár sem ég er búinn að vera í ráðuneytinu, fólk sem býr í félagslega kerfinu er beinlínis til að kvarta yfir því. Fólki finnst það vera fangar í því og hefur orðið fyrir vonbrigðum með það.