Húsnæðismál

Föstudaginn 15. maí 1998, kl. 12:39:28 (6613)

1998-05-15 12:39:28# 122. lþ. 128.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 122. lþ.

[12:39]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil helst ekki fara að sleppa mér út í umræður í öfga- og ofstopatón. Mér finnst ekki prýði að því og ég er stilltur maður og mun ekki rökræða það frekar á þeim nótum. Ég hef kvatt námsmenn til samstarfs um hvernig best verði staðið að fjármögnun og hver sé þörf fyrir leiguíbúðir á næstunni. Ég lét þess getið í ræðu minni áðan að einstætt foreldri á atvinnuleysisbótum, eigandi 500 þús. getur komist inn í litla íbúð og greiðslubyrðin í kringum 10 þús. á mán.