Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 12:09:30 (6714)

1998-05-18 12:09:30# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[12:09]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Á fundi í félmn. með fulltrúum starfsfólks kom fram að starfsfólk hefði átt fund með félmrh. og formanni stéttarfélaga og á þeim fundi hefði komið skýrt fram að starfsmenn mundu njóta þess sama og í öðrum stofnunum þar sem eins er ástatt með varðandi breytingar.

Sömuleiðis hefði það komið fram á fundi starfsmanna með aðstoðarmanni ráðherra að auðsótt yrði að tryggja stöðu starfsfólks. Þetta var gert, herra forseti, í lögum um Örnefnastofnun þar sem sérstakt ákvæði var sett um að tryggja starfsfólki sambærilega stöðu. Við óskuðum eftir því að slíkt ákvæði yrði sett inn í lögin að starfsfólki yrði tryggð sambærileg staða að því marki sem stöðugildi gerðu kleift. Það var ekki orðið við þessu. Húsnæðisstofnun er lögð niður. Þetta er markaðsvæðing. Öll lán verða á markaðsvöxtum. Nýja stofnunin verður sjálfbær. Ekkert félagslegt verður lengur að finna.