Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:14:21 (6751)

1998-05-18 13:14:21# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:14]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessu ákvæði þarf fólk að greiða stimpilgjald af 65--70% lánshlutfalls sem það hefur ekki greitt áður. Einnig verða stimpilgjöld sett á lán til félagasamtaka eins og til fatlaðra, námsmanna og Búseta-hreyfingarinnar og auk þess á greiðsluerfiðleikalán. Eftir því sem lengra líður, herra forseti, á þessa atkvæðagreiðslu slær ríkisstjórnin hvert metið á fætur öðru í ósvífni í garð lágtekjuhópa.