Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 26. maí 1998, kl. 14:33:19 (6919)

1998-05-26 14:33:19# 122. lþ. 133.4 fundur 559. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (mjólkurframleiðsla) frv. 69/1998, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 122. lþ.

[14:33]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vísa í rök þeirra sem um véluðu á sínum tíma eins og ég gerði áðan en eftir því sem mér skilst er almennt litið svo á að ef menn eru komnir með verðlagninguna á einn stað, inn á blindan markað, þá sé það líklegra til að ná verðlagi niður en ef það er gert eins og gert er ráð fyrir í brtt. ríkisstjórnarinnar --- ef til vill ætti ég að orða þetta öðruvísi --- í brtt. Sjálfstfl. sem hefur knúið fram þessar breytingar á frv. því eins og hér hefur komið fram og kom fram í máli hv. þm. Sigríðar Jóhannesdóttur þá eru það fulltrúar Sjálfstfl. sem knýja á um þessar breytingar. Það væri æskilegt ef hv. þm. Hjálmar Jónsson kemur upp aftur, sem ég sé að hann ætlar að gera, að hann skýri fyrir okkur hvers vegna Sjálfstfl. sýnir Bændasamtökunum þá vanvirðu sem gerð er með því að ganga á gefin fyrirheit og brjóta samkomulag sem gert var við Bændasamtökin. Auðvitað átti ég að beina orðum mínum til Sjálfstfl. sem hefur knúið fram þessar breytingar.