Ummæli viðskiptaráðherra á blaðamannafundi

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 10:53:40 (6966)

1998-05-27 10:53:40# 122. lþ. 134.93 fundur 412#B ummæli viðskiptaráðherra á blaðamannafundi# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[10:53]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Hljóð í þingsal. Þá er umræðu um stjórn þingsins lokið. Tíminn er liðinn. (ÁRJ: Ég var búin að biðja um orðið á undan ráðherranum.) Ekki tók ég eftir því. (ÁRJ: Jú.) Það þýðir ekkert að láta svona. Forseti stjórnar þessum fundi og fer með valdið hér hvað það varðar. Hann skrifaði hjá sér tímann þegar umræðan byrjaði og hún byrjar kl. 10.32. Hún má standa í 20 mínútur og hér hafa 3--4 kvatt sér hljóðs í viðbót þannig að umræðunni samkvæmt þingsköpum sem eru lög Alþingis er lokið. (SighB: Um fundarstjórn.)

Hv. þm. Ragnar Arnalds, einn af forsetum Alþingis, fór vel yfir það í gær að það gengi náttúrlega ekki upp þegar menn hafa notað þann tíma sem þingflokkarnir hafa verð ásáttir um að ræða störf þingsins að ganga þá inn í umræður um fundarstjórn forseta. Forseti hefur reynt í morgun að gefa þeim orðið sem kvöddu sér hljóðs og komust að á þeim tíma, enda heyrist mér hvað þessa umræðu varðar að hún eigi eftir að koma á ný inn í þingið til umræðu í lengri umræðu. (SighB: Hvernig stendur á því?) Mér heyrist að hv. þingmenn boði það. En það er hv. 4. þm. Vestf. sem gerir kröfu um það að tala um fundarstjórn forseta og tekur nú til máls.