Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

Miðvikudaginn 27. maí 1998, kl. 14:53:50 (6997)

1998-05-27 14:53:50# 122. lþ. 134.12 fundur 376. mál: #A framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna# þál. 13/122, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 134. fundur, 122. lþ.

[14:53]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Vegna lítils háttar misskilnings sem hér kom upp áðan um það hvort ávarpa skuli forseta með persónufornafninu þú eða þér vill forseti minna á, sem hann hélt nú að allir hv. þm. vissu, að hvort tveggja er rangt. Einungis ber að nota þriðju persónu fornöfn nema vísað sé beint til forseta eða þingmanna með viðeigandi nafnorðum. Ég vona að þetta sé á hreinu.