Söfnunarkassar

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 18:44:27 (7152)

1998-05-28 18:44:27# 122. lþ. 136.21 fundur 156. mál: #A söfnunarkassar# (brottfall laga) frv., 174. mál: #A Happdrætti Háskóla Íslands# (happdrættisvélar) frv., Frsm. HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 122. lþ.

[18:44]

Frsm. allshn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Enn höldum við hv. þm. áfram að vera sammála um flest í þessu sambandi. Ég vil þó segja að ég legg ekki það að jöfnu það að ríkið selji áfengi og hins vegar að það heimili söfnunarkassana. Þó hafa margir ánægju af því að fá sér glas og kunna með að fara. Eins er það með spilakassana. Menn geta haft ánægju af því að spila í þeim stöku sinnum án þess að það hafi nokkuð alvarlegt í för með sér. Þar veldur hver á heldur. Kannski skiptir mestu máli að við innprentum og brýnum það fyrir þeim ungu að gæta sín á hvoru tveggja í þessum tilvikum.