Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla

Fimmtudaginn 28. maí 1998, kl. 18:51:50 (7157)

1998-05-28 18:51:50# 122. lþ. 136.23 fundur 483. mál: #A kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla# frv. 65/1998, Frsm. HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 122. lþ.

[18:51]

Frsm. allshn. (Hjálmar Jónsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Allshn. hefur fjallað um málið og studdist við umsagnir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmis.

Í frv. er lagt til að bætt verði í lögin heimild fyrir kirkjugarðsstjórn til að ákvarða sérstakan minningarreit í kirkjugarði vegna horfins manns sem úrskurðaður hefur verið látinn og njóti slíkur reitur sömu friðhelgi og grafreitur.

Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur nýr málsliður sem hljóði svo: Kirkjugarðsstjórn getur ákveðið sérstakan minningarreit í kirkjugarði vegna horfins manns sem úrskurðaður hefur verið látinn og nýtur sá reitur sömu friðhelgi og grafreitur.

2. gr. frv. er: Lög þessi öðlast þegar gildi.

Lengra er þetta frv. til laga ekki en það bætir úr þörf. Það bætir líka úr því að við komum til móts við þá sem um sárt eiga að binda. Það er erfitt að missa ástvin sinn, það þekkja allir sem reynt hafa og flestir þekkja það í einhverri mynd, en ef hægt er að létta þá erfiðu tíma fyrir fólk með því að hafa alltaf í einhverri mynd stað, kirkjugarð eða leiði, til að minnast þess sem látinn er þá er komið til móts í þessu tilliti.

Nefndin mælir með samþykkt frv. og undir nál. rita allir hv. þm., fulltrúar í allshn.