Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 02. júní 1998, kl. 10:32:41 (7164)

1998-06-02 10:32:41# 122. lþ. 139.91 fundur 427#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 139. fundur, 122. lþ.

[10:32]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Um kl. 10.30 árdegis fer fram umræða utan dagskrár um Schengen-samstarfið. Málshefjandi er Hjörleifur Guttormsson. Utanrrh. Halldór Ásgrímsson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, hálftímaumræða.

Enn fremur er hér tilkynning um aðra utandagskrárumræðu:

Um kl. 3.30, eða að loknum atkvæðagreiðslum, fer fram umræða utan dagskrár um málefni LÍN. Málshefjandi er Svavar Gestsson. Menntmrh. Björn Bjarnason verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa, hálftímaumræða.