Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 03. júní 1998, kl. 11:04:51 (7356)

1998-06-03 11:04:51# 122. lþ. 142.5 fundur 553. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall fyrirtækja, arðgreiðslur o.fl.) frv. 95/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 142. fundur, 122. lþ.

[11:04]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon fór fjálgum orðum um að prósentan á fyrirtækin hefði verið lækkuð úr um 40--50% niður í 33% fyrir nokkrum árum. Það var reyndar úr 50% niður í 33%. En hann gleymdi að geta þess hvernig tekjur ríkissjóðs af þeim skatti hefðu þróast. Spurning mín til hv. þm. er hvernig tekjur ríkissjóðs hafa þróast við það að lækka skattprósentuna úr 50% niður í 33%.

Önnur spurning til hv. þm. er: Telur hv. þm. að hagnaður íslenskra fyrirtækja sé of mikill í alþjóðlegum samanburði?