Skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 10:06:13 (7568)

1998-06-05 10:06:13# 122. lþ. 146.7 fundur 723. mál: #A skipun rannsóknarnefndar um málefni Landsbanka Íslands hf.# þál., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur, 122. lþ.

[10:06]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Áður en umræðan hefst vill forseti taka fram að samkomulag hefur náðst um það milli þingflokka, sbr. 2. mgr. 72. gr. þingskapa, hvernig umræðan skuli fara fram. Hún verður í fjórum umferðum. Ræðutími verður þessi:

Í fyrstu umferð verður ræðutími þannig að 1. flm. málsins hefur 10 mínútur en viðkomandi hæstv. ráðherra hefur 15 mínútur. Talsmenn annarra þingflokka en 1. flm. og hæstv. ráðherra hafa 10 mínútur.

Í annarri umferð verður einn ræðumaður frá hverjum þingflokki og hefur hver þeirra 5 mínútur. Auk þess hefur þingmaður utan flokka, Kristín Ástgeirsdóttir, jafnlangan tíma.

Í þriðju umferð geta þingmenn kvatt sér hljóðs og talað í 3 mínútur hver fyrir sig.

Í fjórðu umferð hefur ráðherra 5 mínútna ræðutíma en 1. eða 2. flm. tillögunnar hefur 2 mínútur við lok umræðunnar. Umræðan mun standa í um það bil 2 klukkustundir.