Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana

Fimmtudaginn 02. október 1997, kl. 20:32:19 (14)

1997-10-02 20:32:19# 122. lþ. 2.1 fundur 20#B stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur

[20:32]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Í fyrstu umferð hefur forsrh. til umráða 25 mínútur en fulltrúar annarra þingflokka en Sjálfstfl. átta mínútur hver. Í annarri umferð hefur hver þingflokkur sex mínútur til umráða og í þeirri þriðju hefur forsrh. þrjár mínútur og talsmenn annarra flokka þrjár mínútur hver.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Sjálfstfl., jafnaðarmenn, Alþb. og óháðir, Framsfl. og Samtök um kvennalista. Ræðumenn verða fyrir Sjálfstfl.: Davíð Oddsson forsrh. í fyrstu umferð, Geir H. Haarde, 4. þm. Reykv., í annarri og forsrh. Davíð Oddsson á ný í þriðju umferð. Ræðumenn jafnaðarmanna verða í fyrstu umferð Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., Rannveig Guðmundsdóttir, 5. þm. Reykn., í annarri og Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., á ný í þriðju umferð. Ræðumenn Alþb. og óháðra verða í fyrstu umferð Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., í annarri Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., og í þriðju umferð Svavar Gestsson, 8. þm. Reykv. Fyrir Framsfl. tala Guðmundur Bjarnason landbrh. í 1. umferð, í annarri Finnur Ingólfsson iðn.- og viðskrh. og í þriðju umferð Valgerður Sverrisdóttir, 3. þm. Norðurl. e. Fyrir Samtök um kvennalista tala í fyrstu umferð Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í annarri umferð Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., og Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv., í þriðju umferð.

Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hæstv. forsrh., Davíð Oddsson.