Veiðileyfagjald

Fimmtudaginn 09. október 1997, kl. 14:34:11 (320)

1997-10-09 14:34:11# 122. lþ. 6.2 fundur 5. mál: #A veiðileyfagjald# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur

[14:34]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Ég get ekki að því gert þótt mönnum gremjist. Gæti það verið, herra forseti, að skýrslur Þjóðhagsstofnunar séu rangar? (Gripið fram í: Það gæti verið.) Það er hugsanlegt. Þá er að láta sér gremjast ef þeir eru að gefa út vitlausar skýrslur. Ef þeir eru að gefa rangar upplýsingar, þá skulum við láta það fara í taugarnar á okkur, ekki það sem ég segi frá. Það sem ég hef talað um er nákvæmlega það sama og Þjóðhagsstofnun hefur nýlega lýst, bara nákvæmlega þetta. Þetta er ekkert aumingjatal. Ég þekki alveg mínus frá plús. Það kemur þar fram að það er bullandi mínus. Svo geta menn látið sér gremjast það. Það skiptir mig ekki máli.

Veiðiheimildum var úthlutað í upphafi til manna sem voru að veiða og höfðu frjálsan aðgang að þeim. Ef menn gátu gert það einhvern veginn öðruvísi og ætluðu að taka veiðiheimildina af skipunum þá gerðu þeir það og komu þá með þau ráð. En þeir sem gera út geta ekki gert út án þess að fá að veiða. Þannig voru þeir áður og vandamálin eru þessi og það er ekki til þess að láta sér gremjast neitt. Þeir fengu verðgildi á markaði, höfðu engin verðgildi áður. Þetta eru (Forseti hringir.) vandamálin sem við höfum vegna þess að við erum með þetta stjórnkerfi. Ef við féllum frá kvótakerfinu þá væri auðvitað allt farið. Þá væru engin vandræði af þessu. Enginn þyrfti að láta sér gremjast.