Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1996

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 15:31:25 (586)

1997-10-16 15:31:25# 122. lþ. 11.5 fundur 57#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1996# (munnl. skýrsla), KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[15:31]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. 1. þm. Reykn. fyrir þetta svar. Ég er miklu sáttari við hugmyndina eftir að hann hefur orðað þetta svona. Ég tel, vegna þess að hann og fleiri hafa sýnt skilning á því að eðlilegt væri að sumar þessara skýrslna færu til umræðu í fjárln., og það finnst mér líka, að við hlytum líka að telja eðlilegt að ef t.d. fram kemur skýrsla eins og við höfum dæmi um hér, um starfsemi Húsnæðisstofnunar, þá fari hún til félmn. sem fjallar um þau efni. Þannig mætti sjálfsagt fleira telja upp.