Efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni

Fimmtudaginn 16. október 1997, kl. 17:27:11 (608)

1997-10-16 17:27:11# 122. lþ. 11.8 fundur 16. mál: #A efling atvinnu- og þjónustusvæða á landsbyggðinni# þál., Flm. HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[17:27]

Flm. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Byggðastofnun veitir ekkert af stuðningi, verulegum stuðningi við sitt mikilvæga starf. Ég hygg nú að hún hafi ekki fengið þann stuðning nægilega mikinn upp á síðkastið. Ég vil hins vegar árétta að hún er að vinna gott verk.

En varðandi það hvers vegna við flytjum tillöguna. Það má t.d. benda á að stjórnmálamenn Reykjavíkurborgar hafa sumir tjáð sig um að borgin þurfi nú stærri skerf af sameiginlegu vegafé landsmanna og geri tilkall til þess. Þannig að auðvitað þarf að halda þessum málum á lofti. Það þarf að halda því á lofti eins og hér hefur verið gert í umræðunni að landsbyggðin þarf á því að halda að vegasamgöngur séu góðar og að þær verði sífellt bættar og auknar. Það má ekki skerða fé til þess.