Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 04. nóvember 1997, kl. 15:54:28 (933)

1997-11-04 15:54:28# 122. lþ. 18.7 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur

[15:54]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað geta blandast saman fagleg sjónarmið og pólitísk sjónarmið. Sumir eru þeirrar skoðunar að það skipti svo sem engu máli þó að Reykjavíkurflugvöllur sé lokaður svo og svo oft og farþegum beint til Keflavíkurflugvallar. Það eru þeir sem lítið nota flugið. Ég á hinn bóginn nota það mikið og má kannski segja að ég sé eigingjarn af þeim sökum. Ég hygg að það sé rétt hjá mér að nauðsynlegt sé að braut sem liggur í þá átt sem þessi braut liggur sé opin. Engin slík braut er nú á Keflavíkurflugvelli og þess vegna hefur verið talið nauðsynlegt af flugöryggisástæðum að þessi braut sé til reiðu á Reykjavíkurflugvelli.