Flugmálaáætlun 1998-2001

Þriðjudaginn 04. nóvember 1997, kl. 16:40:20 (946)

1997-11-04 16:40:20# 122. lþ. 18.7 fundur 207. mál: #A flugmálaáætlun 1998-2001# þál., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur

[16:40]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er gott að það kom fram að hv. þm. er andvígur því að hafa flugvöllinn á þeim stað sem hann er og vill láta loka honum. Ég er honum ósammála um það. Ég vil undirstrika að ef loka á norður-suður brautinni og þeirri braut þar sem aðflugið liggur yfir Landspítalann, 07/25, sérstaklega norður-suður brautinni, sem er mikið notuð braut, er flugvöllurinn náttúrlega orðinn nær ónothæfur. Málið stendur um það hvort halda á þessum velli opnum eða ekki. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að halda honum opnum.