Markaðshlutdeild fyrirtækja

Miðvikudaginn 05. nóvember 1997, kl. 15:21:10 (1009)

1997-11-05 15:21:10# 122. lþ. 19.8 fundur 213. mál: #A markaðshlutdeild fyrirtækja# (útflutningur sjávarafurða) fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur

[15:21]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Sem svar við þeirri spurningu sem fram kemur í fyrri málsgrein fsp. er það að segja að samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið hefur aflað sér var útflutningsverðmæti Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á árinu 1996 23,5 milljarðar eða 24,74% af heildarútflutningnum og útflutningur Íslenskra sjávarafurða 12,7 milljarðar eða 13,37% af útflutningi frá landinu. Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um hlutdeild þessara tveggja fyrirtækja á heimsmarkaði en ef horft er á markað Evrópusambandsins þá nemur útflutningur Íslands til Evrópusambandsins nemur um 10% af innflutningi sjávarafurða til Evrópusambandsins. Um helmingurinn af fiskneyslu í Evrópusambandinu byggir á innfluttum fiski. Það má því segja að íslenskur sjávarútvegur ráði um 5% af heildarneyslu sjávarafurða innan Evrópusambandsins og stærsta íslenska útflutningsfyrirtækið, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, á milli 2 og 3%.

Að því er varðar þá spurningu sem fram kemur í síðari málsgrein er það að segja að svar mitt er nei.