Upplýsingagjöf fyrirtækja á hlutabréfamarkaði

Miðvikudaginn 03. desember 1997, kl. 14:07:27 (1579)

1997-12-03 14:07:27# 122. lþ. 33.3 fundur 283. mál: #A upplýsingagjöf fyrirtækja á hlutabréfamarkaði# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur

[14:07]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég tók eftir að hæstv. ráðherra talaði um nýjar reglur sem muni taka gildi í desember hjá Verðbréfaþingi Íslands og þess vegna langaði mig að spyrja hæstv. ráðherra og vona að hann geti svarað því hvort þær reglur feli í sér einhverja kröfu um upplýsingagjöf um eignatengsl og eignabreytingar eigenda og stjórnenda fyrirtækja á hlutum í viðkomandi fyrirtækjum. Einnig um laun og hlunnindi stjórnarmanna og stjórnenda fyrirtækjanna. Nú veit ég að þetta eru kröfur sem gerðar eru víða á öðrum verðbréfamörkuðum svo sem í Bandaríkjunum og einnig er það að aukast mjög í Evrópu. Þess vegna óska ég eftir því að hæstv. ráðherra, ef hann hefur tök á því, gefi okkur upplýsingar um það hvort þess konar reglur verði inni í þessum nýju reglum Verðbréfaþings sem taka gildi í desember.