Ummæli ráðherra

Miðvikudaginn 03. desember 1997, kl. 15:04:09 (1602)

1997-12-03 15:04:09# 122. lþ. 33.88 fundur 107#B ummæli ráðherra# (um fundarstjórn), RG (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur

[15:04]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég dreg það alveg sérstaklega fram þar sem ég kallaði eftir því að koma hér í ræðustól undir liðnum að bera af sér sakir, að megingagnrýni mín er á það að þegar við erum með fyrirspurnir, og gjarnan gildir þetta líka um utandagskrárumræður, þá er það svo að ef sá sem svarar síðastur eða sá sem svarar eins og ráðherrann nú, kemur með spurningar eða gerir okkur upp skoðanir þá eigum við ekki möguleika á að bera það af okkur eða svara því. Þess vegna kalla ég þetta að bera af mér sakir.